Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2016 20:30 Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00