Fótbolti

Er þetta mesta klúður knattspyrnusögunnar?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt að sjá svona klúður í eins mikilvægum leik.
Ótrúlegt að sjá svona klúður í eins mikilvægum leik.
Ótrúlegt atvik átti sér stað í úrslitaleik Spánverja og Frakka á U-19 Evrópumótinu um helgina en þá klúðraði Nahikari Garcia, leikmaður Spánverja, einhverju mesta dauðafæri sem sést hefur í boltanum.

Þegar atvikið átti sér stað var staðan 2-1 fyrir Frökkum og níutíu mínútur liðnar af leiknum. Markvörður Frakka varði boltann út í teig og var Garcia mætt til að hirða frákastið.

Það eina sem hún þurfti að gera var að renna boltanum í autt markið en á einhvern óskiljanlegan hátt setti hún hann framhjá. Frakkar unnu að lokum leikinn og mótið í leiðinni. 

Mikil bleyta var á vellinum og aðstæður erfiðar en samt sem áður var mjög erfitt að klúðra þessu færi en hér að neðan má sjá þetta ótrúlega atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×