Fótbolti

Ævintýri Dundalk heldur áfram | Sló út BATE

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dundalk-menn fagna sigrinum á FH.
Dundalk-menn fagna sigrinum á FH. vísir/eyþór
Írska liðið Dundalk komst í kvöld áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum sigri á BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, 3-0 í kvöld og 3-1 samanlagt.

Ævintýri írska liðsins heldur því eitthvað áfram en liðið er nú aðeins einu skrefi frá því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

En það sem meira er að liðin sem tapa í lokaumferðinni fá sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA og því ljóst að Dundalk á fjölmarga leiki eftir í Evrópukeppni þetta tímabilið.

Dundalk sló FH úr leik í síðustu umferð eftir æsispennandi leik í Kaplakrika sem lauk með 2-2 jafntefli. Samanlögð úrslit voru 3-3 en Dundalk komst áfram á útivallamarkareglunni.

Það var David McMillan sem skoraði öll þrjú mörk Íranna í rimmunni gegn FH og hann var ekki hættur í kvöld. Hann kom Dundalk í 2-0 forystu með mörkum á 44. og 59. mínútu en Robert Benson bætti því þriðja við undir lok leiksins.

Ekki liggur fyrir hvaða liði Dundalk mætir í lokaumferð forkeppninnar en dregið verður á föstudaginn.

Plzen frá Tékklandi, APOEL frá Kýpur, Dinamo Zagreb frá Króatíu og Ludogorets frá Búlgaríu komust einnig áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×