Fótbolti

Fyrsti leikurinn á Stade de France eftir hryðjuverkaárásina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona var ástandiðá Stade de France í nóvember. Skelkaðir áhorfendur hlupu inn á völlinn og voru þar lengi.
Svona var ástandiðá Stade de France í nóvember. Skelkaðir áhorfendur hlupu inn á völlinn og voru þar lengi. vísir/getty
Stade de France var eitt af skotmörkunum í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember. Þá voru Frakkar að spila við Þjóðverja.

Sprengja sprakk fyrir utan völlinn og landsliðsmenn beggja þjóða sváfu á vellinum á meðan mesta óvissuástandið var í gangi.

Ekki hefur verið spilaður knattspyrnulandsleikur á Stade de France síðan en það verður gert þann 29. mars er Frakkar taka á móti Rússum.

„Það getur enginn gleymt því sem gerðist en það er engin ástæða til þess að tala um það,“ sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka.

„Við upplifðum allir mjög erfiða tilfinngaþrungna stund. Við verðum að halda áfram og öryggi allra verður gætt.“

EM fer síðan fram í Frakklandi í sumar en mótið stendur frá 10. júní til 10. júlí.


Tengdar fréttir

„Var skíthrædd á vellinum“

Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg

Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn

Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×