Lífið

Edda Sif gerir grín að föður sínum: "Fór allavega ekki að leiða Bjarna Fel“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Sif þótti að margra mati standa sig mjög vel á laugardagskvöldið og þjarmaði að föður sínum.
Edda Sif þótti að margra mati standa sig mjög vel á laugardagskvöldið og þjarmaði að föður sínum.
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, gerir stólpagrín að föður sínum Páli Magnússyni á Twitter í dag.

Á Laugardagskvöldið var sérstakur sjónvarpsþáttur á RÚV þar sem farið var yfir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi síðastliðin 50 ár.

Edda Sif og Einar Örn Jónsson voru umsjónamenn þáttarins og voru þjóðþekktir íþróttafréttamenn mættir í settið og ræddu íþróttaumfjöllun síðastliðna áratugi. Einn af þeim var Páll Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sem var á sínum tíma sjónvarpsstjóri íþróttastöðvarinnar Sýn. Páll er sem kunnugt er faðir Eddu.

Að neðan má sjá þegar Edda Sif spurði Pál út í ljósbláu myndirnar á Sýn í gamla daga.

Þegar þátturinn var búinn var tekinn skemmtileg hópmynd af gestunum og starfsfólki RÚV.

Edda Sif birtir myndina á Twitter og lætur þessi orð fylgja með; „Ókei ég vissi kannski ekki alveg hvað ég ætti að gera við hendurnar en fór allavega ekki að leiða Bjarna Fel!“

Eins og glöggir sjá þá haldast þeir Páll og Bjarni Felixson í hendur á myndinni og hafa margir tjáð sig á samfélagsmiðlum að handabandið sé nokkuð vandræðalegt. Segist Edda nú hætt að skjóta á pabba sinn en hvort hún standi við það verður að koma í ljós. Nokkuð ljóst er að hér er um góðlátlegt grín að ræða.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.