Viðskipti innlent

Arion banki leiðréttir neytendalán vegna mistaka Hagstofu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Arion banki mun leiðrétta neytendalán bankans vegna rangrar vísitölu neysluverðs. Hagstofa Íslands tilkynnti í síðasta mánuði að vísitalan hefði verið vanreiknuð í hálft ár. Í tilkynningu frá Arion segir að almennt muni mistökin hafa hverfandi áhrif á viðskiptavini bankans.

Þau munu hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini með eldri verðtryggð lán. Hins vegar verði þau neikvæð á ný neytendalán, sem voru tekin þegar vísitalan var ekki rétt. Stærstur hluti þeirra lána eru íbúðalán.

Arion banki mun því taka tillit til leiðréttingar Hagstofunnar um næstu mánaðamót og leiðrétta vísitölubundna höfuðstólshækkun þeirra neytendalána sem tekin voru þegar vísitalan var röng. Þessi aðgerð er umfram skyldur bankans en við teljum það sanngirnismál að neytendur, sem tóku lán á þessu tímabili, beri ekki kostnað af þessum mistökum Hagstofunnar,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir að leiðréttingin muni fara fram í nóvember. Þeir viðskiptavinir sem hún ær til verða upplýstir sérstaklega um hana og áhrif á lán þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×