Viðskipti innlent

Davíð ráðinn til Icewear

Sæunn Gísladóttir skrifar
Davíð Arnarson, nýr forstöðumaður netdeildar Icewear.
Davíð Arnarson, nýr forstöðumaður netdeildar Icewear. Mynd/Icewear
Davíð Arnarson hefur gengið til liðs við Icewear sem forstöðumaður netdeildar fyrirtækisins. Davíð mun leiða áframhaldandi uppbyggingu á netdeild Icewear og innleiða nýjar lausnir, ásamt því að greina tækifæri til sparnaðar og aukinnar sjálfvirkni. Mikill vöxtur hefur verið hjá Icewear undanfarin ár og selur fyrirtækið nú fjölmargar vörutegundir um allan heim í gegnum vefverslun sína segir í tilkynningu.

Davíð kemur til Icewear frá Móberg Group þar sem hann stýrði greiningardeild fyrirtækisins. Þar áður var hann markaðs- og vörustjóri hjá sama fyrirtæki. Þá hefur Davíð starfað sem markaðsstjóri hjá DCG ehf. og stúdentasamtökunum AIESEC á Íslandi ásamt því að kenna hjá Nóbel námsbúðum. Davíð útskrifaðist með B.Sc gráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands árið 2013B.Sc fzed IP fabric. r og aukinnar sjetdeildar fyrirtækisins. ercom systemvolving synchronized IP fabric.

Ágúst Þór Eiríksson, forstjóri Icewear: „Við hjá Icewear höfum vaxið mikið á undanförnum árum, og þar á meðal vefhlutinn okkar. Við erum virkilega ánægð með að fá Davíð til starfa. Reynsla hans af net- og þróunamálum mun nýtast fyrirtækinu vel í þeim verkefnum sem framundan eru og okkur hlakkar mikið til samstarfsins.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×