Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar