Hefur ekki áhyggjur af klofningi í röðum Pírata Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 20:00 Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“ Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“
Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00