Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók fyrir flokksþing repúblikana sem fram fór í Cleveland á dögunum í þættinum Last Week Tonight sem sýndur var á HBO í gærkvöldi.
Flokksþingið var að sjálfsögðu dregið sundur og saman í háði í umfjöllun Oliver, en á þinginu tók Donald Trump formlega við útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins.
Sjá má innslagið að neðan, en þátturinn verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 annað kvöld.