Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar: Varahéraðssaksóknari telur dóminn hafa mikla þýðingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 21:00 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að fordæmi felist í dómi Hæstaréttar sem féll í dag en þá var maður sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar er hann hótaði 15 ára pilti að birta opinberlega viðkvæmt kynferðislegt myndefni sem pilturinn hafði sent manninum ef hann hefði ekki kynferðismök við manninn. Tveir dómarar skiluðu sér atkvæði í málinu og töldu ekki rétt að sakfella fyrir manninn fyrir tilraun til nauðgunar en Kolbrún telur fordæmið engu að síður til staðar. „Fordæmið felst í því að það er látið reyna á að sú háttsemi að nýta sér að hafa undir höndum viðkvæmt kynferðislegt myndefni til þess að fremja alvarlegra kynferðisbrot sé tilraun til að fremja nauðgun, eins og í þessu tilfelli. Á það er fallist og það held ég að muni hafa mikla þýðingu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hún segir að allajafna myndi það rýra fordæmisgildi að dómarar skili sératkvæði. „En ef maður horfir á þann hluta fordæmisins sem snýr að því hvort þessi háttsemi sé tilraun til nauðgunar þá fæ ég ekki betur séð en að allir dómararnir séu sammála um það. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna að ásetningur stæði til þess að fullfremja brotið,“ segir Kolbrún og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli upp á fordæmið að gera að dómstólar fallist á að þessi háttsemi, að verða sér út um viðkvæmt myndefni og nota það svo í því skyni að fá fram til að mynda kynferðismök, að það sé nauðgun. Ef það kemur svo síðar upp þar sem einhver sem hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og fær síðan þann sem er á myndinni til að hafa við sig samfarir þá getum við sagt með vísun í þennan dóm að það sé nauðgun.“ Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að fordæmi felist í dómi Hæstaréttar sem féll í dag en þá var maður sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar er hann hótaði 15 ára pilti að birta opinberlega viðkvæmt kynferðislegt myndefni sem pilturinn hafði sent manninum ef hann hefði ekki kynferðismök við manninn. Tveir dómarar skiluðu sér atkvæði í málinu og töldu ekki rétt að sakfella fyrir manninn fyrir tilraun til nauðgunar en Kolbrún telur fordæmið engu að síður til staðar. „Fordæmið felst í því að það er látið reyna á að sú háttsemi að nýta sér að hafa undir höndum viðkvæmt kynferðislegt myndefni til þess að fremja alvarlegra kynferðisbrot sé tilraun til að fremja nauðgun, eins og í þessu tilfelli. Á það er fallist og það held ég að muni hafa mikla þýðingu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hún segir að allajafna myndi það rýra fordæmisgildi að dómarar skili sératkvæði. „En ef maður horfir á þann hluta fordæmisins sem snýr að því hvort þessi háttsemi sé tilraun til nauðgunar þá fæ ég ekki betur séð en að allir dómararnir séu sammála um það. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna að ásetningur stæði til þess að fullfremja brotið,“ segir Kolbrún og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli upp á fordæmið að gera að dómstólar fallist á að þessi háttsemi, að verða sér út um viðkvæmt myndefni og nota það svo í því skyni að fá fram til að mynda kynferðismök, að það sé nauðgun. Ef það kemur svo síðar upp þar sem einhver sem hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og fær síðan þann sem er á myndinni til að hafa við sig samfarir þá getum við sagt með vísun í þennan dóm að það sé nauðgun.“
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07