Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór „Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“ Kosningar 2016 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“
Kosningar 2016 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira