Bakkafrumvarp og sýndarviðræður Snorri Baldursson skrifar 24. september 2016 07:00 Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun