Erlent

56 meðlimir barnaklámhrings handteknir á Spáni

Samúel Karl Ólason skrifar
Spænskir lögregluþjónar að störfum.
Spænskir lögregluþjónar að störfum. Vísir/AFP
Lögreglan á Spáni hefur handtekið 56 menn sem grunaðir eru um eigu og dreifingu á klámfengnum myndum og myndböndum af börnum. Innnaríkisráðuneyti landsins segir alla mennina vera á aldrinum 40 til 60 ára og að þeir búi á Spáni.

Sumir þeirra hafa brotið af sér áður.

Samkvæmt Reuters notuðust mennirnir við sérstakan hugbúnað til að deila efninu sín á milli. Aðgerð lögreglunnar tók eitt og hálft ár og náði til allra horna landsins. Hald var lagt á hundruð tölva og harðra diska með skrám sem sýndu kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum og stúlkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×