Erlent

Eistlandsforseti boðar formenn flokka á sinn fund

Atli Ísleifsson skrifar
Taavi Roivas tók við embætti forsætisráðherra árið 2014.
Taavi Roivas tók við embætti forsætisráðherra árið 2014. Vísir/AFP
Eistneska þingið samþykkti í gær vantraust á forsætisráðherrann Taavi Roivas með 63 atkvæðum gegn 28. Þingmenn fimm flokka og þar af tveggja fyrrverandi stjórnarflokka greiddu atkvæði með tillögunni.

Kersti Kaljulaid, nýkjörinn forseti landsins, hefur boðað formenn þeirra flokka sem sæti eiga á þingi til fundar til að eiga við þá samtöl um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Miklar deilur hafa staðið innan ríkisstjórn Roivas að undanförnu, fyrst og fremst um efnahagsmál.

Fastlega er búist við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Miðflokkurinn, muni leiða næstu ríkisstjórn, en flokkurinn valdi nýverið hinn 38 ára Jüri Ratas sem nýjan formann.

Roivas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×