Erlent

Bandaríkjamenn hissa á tilkynningu Putin

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls hafa um Rússar verið með 50 orrustuþotur, sprengjuvélar og herþyrlur í Sýrlandi auk hermanna til að verja stöðvar sínar þar.
Alls hafa um Rússar verið með 50 orrustuþotur, sprengjuvélar og herþyrlur í Sýrlandi auk hermanna til að verja stöðvar sínar þar. Vísir/EPA
Tilkynning Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Rússar myndu flytja bróðurpart herafla þeirra í Sýrlandi heim á leið kom stjórnvöldum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Sýrlendingar segja ákvörðunina hafa verið tekna af bæði Assad og Putin. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hafa gert stjórnarhernum kleyft að styrkja stöðu sína gegn uppreisnarhópum verulega.

Erindreki Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þrátt fyrir að stór hluti herafla Rússa verði fluttur frá Sýrlandi muni „baráttan gegn hryðjuverkum“ halda áfram. Embættismenn sem Reuters ræddi við segja að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi ekki séð ummerki um undirbúning brottflutnings hermanna og gagna frá Sýrlandi.

Brottflutningurinn á að hefjast á morgun.

Alls hafa um Rússar verið með 50 orrustuþotur, sprengjuvélar og herþyrlur í Sýrlandi auk hermanna til að verja stöðvar sínar þar. Þar að auki hafa þeir verið með ráðgjafa og sérsveitir með sýrlenska hernum, en ekki liggur fyrir hve margir þeir hafa verið.

Uppreisnarhópar í Sýrlandi segja að brottflutningurinn muni án efa hjálpa til við friðarviðræður sem standa nú yfir í Genf, en þeir eru efins um að af honum verði. Talsmaður Hvíta hússins sagði að áður en þeir myndu tjá sig um málið yrðu þeir að vera fullvissir um hvað Rússar ætli sér.


Tengdar fréttir

Þörfin aldrei brýnni

Skýrsla UNICEF um stöðu barna í Sýrlandi var birt í dag, en fimm ár eru liðin frá upphafi átaka í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×