Erlent

Starfsmaður pissaði á morgunkorn Kelloggs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndbandið sýnir þvagið lenda á framleiðslulínunni en einnig merki Kelloggs.
Myndbandið sýnir þvagið lenda á framleiðslulínunni en einnig merki Kelloggs.
Sakamálarannsókn er hafin í Bandaríkjunum í kjölfar þess að myndband birtist á veraldarvefnum sem sýnir starfsmann í morgunkornsverksmiðju Kellogg‘s pissa á eitt færiband verksmiðjunnar. Í yfirlýsingu frá framleiðandanum kemur fram að félagið hafi frétt af myndbandinu á föstudag og í kjölfarið látið lögreglu og matvælaeftirlit vita.

„Þessi atvik er algerlega óásættanlegt og við munum vinna mjög náið með yfirvöldum við að hafa uppi á þeim sem er ábyrgur fyrir þessu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að þeirra eigin rannsókn hafi leitt í ljós að myndbandið hefði verið tekið upp í verksmiðju í Memphis, í Tennessee-ríki, árið 2014. Ekki er enn vitað hver maðurinn á myndbandinu er.

Fyrirtækið segir að neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur sem stendur þar sem vörurnar sem möguleg hafi orðið fyrir áhrifum af þvaginu séu ekki lengur í umferð. Sé svo þá eru þær löngu útrunnar. 

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×