Fótbolti

Hannes Þór fær samkeppni | Fyrrum markvörður Liverpool að semja við NEC

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brad Jones í leik með Liverpool gegn Bourneouth.
Brad Jones í leik með Liverpool gegn Bourneouth. Vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson, markvörður NEC Nijmegen og íslenska landsliðsins í fótbolta, sem er þessa dagana að ná sér af meiðslum fékk í dag verðuga samkeppni um markvarðastöðuna hjá NEC Nijmegen þegar Brad Jones skrifaði undir hjá félaginu.

Hannes sem gekk til liðs við NEC í sumar byrjaði tímabilið af krafti og var að leika gríðarlega vel þegar hann fór úr axlarlið á æfingu með íslenska landsliðinu.

Hélt Hannes hreinu í fjórum af fyrstu átta leikjum tímabilsins og fékk aðeins á sig átta mörk en í fjarveru Hannesar hefur liðið aðeins tvisvar haldið hreinu í níu leikjum.

Samkvæmt áströlsku fréttaveitunni SBS mun Jones skrifa undir á morgun og hefja æfingar með liðinu en Jones er án samnings eftir að hafa sagt upp samningi sínum hjá Bradford City í október.

Áhugamenn um enska boltann ættu að kannast vel við Jones en hann var á mála hjá Liverpool í fimm ár og lék alls 27 leiki fyrir Liverpool. Á hann að baki fjóra landsleiki fyrir Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×