Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: "Ég hef níu líf," segir hinn orkumikli Hilmir

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
„Ég hef níu líf,” segir Hilmir Gauti Bjarnason, ungur drengur sem ekið var á á dögunum þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. Hilmir slapp vel og kennir sér ekki meins, en hjólið er gjörónýtt. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu í dag

Málið er sérstaklega merkilegt fyrir þær sakir að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn ungi og orkumikli Hilmir hefur verið í kastljósi fjölmiðla, en hann féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir um það bil ári, lenti í hjartastoppi, en bjargaðist með undraverðum hætti. 

Móðir drengsins lýsir honum sem algjörum hrakfallabálki í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem málunum tveimur eru gerð ítarleg skil.

Sjá einnig: Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum

Hilmir varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Hann var í hjartastoppi í um það bil 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik.

Hilmir og fjölskylda hans eru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem hefjast á slaginu 18.30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×