Enski boltinn

Danny Ings með þrennu fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Ings.
Danny Ings. Vísir/Getty
Danny Ings skoraði öll þrjú mörkin fyrir varalið Liverpool í dag þegar liðið vann 3-0 útisigur á Ipswich Town á Portman Road.

Þetta var fyrsti leikur Liverpool-liðsins í G-riðli í Premier League Cup varaliða.

Danny Ings skoraði fyrsta markið sitt strax á þriðju mínútu leiksins og bætti síðan við tveimur mörkum undir lokin.

Danny Ings hefur þar með skorað 6 mörk í 5 leikjum með varaliði Liverpool á þessari leiktíð.

Danny Ings er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á fyrstu æfingunni hjá Jürgen Klopp. Liverpool hafði keypt hann fyrr um sumarið frá Burnley.

Danny Ings skoraði 11 mörk í 35 leikjum með Burnley í ensku úrvalsdeildinni 2014-15 en hafði tímabilið á undan skorað 21 mark í 40 leikjum í b-deildinni.

Danny Ings var ekki sá eini sem er að reyna að koma sér í leikform með varaliðinu því Mamadou Sakho spilaði einnig allar 90 mínúturnar í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×