Enski boltinn

Sjáðu öll tilþrif helgarinnar úr enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tottenham varð um helgina fyrsta liðið til að leggja Manchester City að velli. Hér fær Danny Rose kram frá Jan Vertonghen og Dele Alli.
Tottenham varð um helgina fyrsta liðið til að leggja Manchester City að velli. Hér fær Danny Rose kram frá Jan Vertonghen og Dele Alli. Vísir/Getty
Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik helgarinnar í ítarlegum myndböndum. Það má finna samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem hver dagur er gerður upp í einu myndbandi.

Að lokinni hverri umferð er hún svo gerð upp með því að skoða bestu mörkin, bestu markvörslurnar og mikilvægasta augnablikið.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Messan er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21.00 en þar mun Guðmundur Benediktsson gera upp alla leiki helgarinnar með sérfræðingum sínum, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni.

Umferðin gerð upp: Samantektir helgarinnar: Stakir leikir

Tengdar fréttir

Umdeild ákvörðun bjargaði Everton

Crystal Palace lenti undir gegn Everton á Goodison Park en jafnaði metin. Dómari leiksins dæmdi svo mark af gestunum sem var umdeild ákvörðun.

Stoke krækti í stig á Old Trafford

Stoke er enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni eftir sjö umferðir en liðinu tókst þó að næla í stig í 1-1 jafntefli gegn Manchester United í hádegisleik dagsins í enska boltanum.

Síðasta spyrna leiksins tryggði Arsenal sigurinn

Laurent Koscielny skoraði sigurmark Arsenal með síðustu spyrnu leiksins í 1-0 sigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en boltinn virtist fara af hendi franska miðvarðarins og í netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×