Enski boltinn

Rekinn eftir 124 daga í starfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Di Matteo er búinn að skila Villa-gallanum sínum.
Di Matteo er búinn að skila Villa-gallanum sínum. vísir/getty
Aston Villa byrjaði vikuna af krafti í morgun er félagið ákvað að reka knattspyrnustjóra félagsins, Roberto di Matteo.

Hann var aðeins búinn að vera stjóri félagsins í 124 daga. Það er því von á fimmta stjóranum á Villa Park á innan við ári.

Di Matteo var ekki beint að slá í gegn hjá félaginu en hann hafði aðeins unnið einn leik af ellefu sem stjóri félagsins. Villa hefur verið í frjálsu falli.

Kínverski auðjöfurinn Dr. Tony Xia réð Di Matteo í sumar er hann hafði tekið yfir félagið. Það reyndist ekki vera rétt ákvörðun hjá honum.

Aston Villa er í 19. sæti í enskuu B-deildinni og það var baulað á leikmenn liðsins eftitr 2-0 tapið gegn Preston um nýliðna helgi.

Steve Bruce og Mick McCarthy eru sterklega orðaðir við starfið hjá Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×