Erlent

Cameron í kröppum dansi út af Panamaskjölunum

Svör Camerons þykja hafa verið afar loðin.
Svör Camerons þykja hafa verið afar loðin. Vísir/AFP
David Cameron forsætisráðherra Bretlands er í vandræðum vegna Panamaskjalanna eins og fleiri stjórnmálamenn og fyrirmenni. Skjölin leiða í ljós að faðir hans heitinn, Ian Cameron, kom upp aflandsreikningum sem gerðu honum kleift að forðast skattgreiðslur á Bretlandseyjum.

Cameron hefur farið undan í flæmingi vegna málsins og svarað fjölmiðlum óljóst. Stóra málið er hvort fjölskylda hans muni í framtíðinni græða á sjóðnum sem settur var upp á Bahama eyjum. Cameron reyndi í byrjun að halda því fram að sjóðurinn væri einkamál en sagði síðan að hann ætti enga aflandsreikninga og hefði ekki hagnast á slíku fyrirkomulagi.

Hann hefur hinsvegar enn ekki svarað því hvort hann og hans fjölskylda muni hagnast á sjóðnum í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×