Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum. Vísir/Getty/Samsett Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30