Enski boltinn

Butland frá í tvo mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Butland í leik með Stoke.
Butland í leik með Stoke. vísir/getty
Jack Butland, markvörður Stoke City, spilar ekki á næstunni en hann lagðist undir hnífinn í upphafi vikunnar.

Ökklameiðsli eru að plaga markvörðinn sterka en hann meiddist á ökkla í landsleik gegn Þýskalandi í mars. Batinn var ekki nógu góður og Stoke hefur nú loksins sent hann í aðgerð.

Reynsluboltinn Shay Given sér því um að verja búrið hjá Stoke næstu vikurnar.

Butland segir að það hafi verið skynsamlegt að fara í aðgerðina og klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×