Erlent

Óvænt heimsókn utanríkisráðherra til Líbýu

Bjarki Ármannsson skrifar
Þeir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, lýstu því yfir í heimsókn sinni að Evrópusambandið væri reiðubúið til að hjálpa til við að þjálfa öryggissveitir í landinu.
Þeir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, lýstu því yfir í heimsókn sinni að Evrópusambandið væri reiðubúið til að hjálpa til við að þjálfa öryggissveitir í landinu. Vísir/EPA
Utanríkisráðherrar Frakklands og Þýskalands heimsóttu Líbýu óvænt í dag til að lýsa yfir stuðningi við nýja þjóðstjórn landsins á vegum Sameinuðu þjóðanna. 

Í Lýbíu hafa frá árinu 2014 starfað tvær ríkisstjórnir sem hvorug viðurkenndi hina. Önnur í höfuðborginni Trípólí, studd af öflugum skæruliðum úr röðum íslamista og hin í hafnarborginni Tobruk.

Ný þjóðstjórn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur hinsvegar tekið til starfa í Trípólí og miðar að því að koma á friði í landinu, þar sem miklar óeirðir hafa ríkt frá falli einræðisherrans Múammar Gaddafí árið 2011.

Þeir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, lýstu því yfir í heimsókn sinni að Evrópusambandið væri reiðubúið til að hjálpa til við að þjálfa öryggissveitir í landinu.

Þeir ítrekuðu sömuleiðis þann vilja vestrænna ríkja vilja að nýja stjórnin sameini sem flestar og stærstar fylkingar í landinu í stríðinu gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamskt ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×