Erlent

Natalie Cole látin

Bjarki Ármannsson skrifar
Cole var söng- og leikkona og dóttir hins goðsagnakennda djasssöngvara Nat „King“ Cole.
Cole var söng- og leikkona og dóttir hins goðsagnakennda djasssöngvara Nat „King“ Cole.
Söng- og leikkonan Natalie Cole lést á spítala í Los Angeles í gær, 65 ára að aldri. Cole var dóttir hins goðsagnakennda djasssöngvara Nat „King“ Cole.

Cole gaf frá sér vinsæla R&B smelli á áttunda áratugnum, meðal annars lögin Inseperable og Our Love. Hún glímdi við þunglyndi og fíkniefnavandamál eftir að hafa náð upp á stjörnuhimininn, meðal annars vegna dauða foreldra hennar og systur.

Sú plata hennar sem naut mestra vinsælda, Unforgettable ... with Love, kom út árið 1991 en þar tók Cole upp marga slagara sem faðir hennar hafði gert fræga á sínum tíma. Platan seldist í milljónum eintaka og sópaði að sér Grammy-verðlaunum.

Cole kom fram í gestahlutverkum í kvikmyndum á sjónvarpsþáttum í seinni tíð, meðal annars í þáttunum Law and Order og Grey‘s Anatomy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×