Erlent

Tveir létust og sjö særðust í skotárás í Tel Aviv

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað á Dizengoff-götu í miðborg Tel Aviv.
Árásin átti sér stað á Dizengoff-götu í miðborg Tel Aviv. Vísir/AFP
Tveir létust og sjö manns særðust eftir að maður hóf skothríð á veitingastað í ísraelsku borginni Tel Aviv í dag.

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að árásarmanninum þar sem lögregla er búin að girða af svæði í borginni.

Í frétt BBC kemur fram að árásin átti sér stað á Dizengoff-götu í miðborginni.

Ekkert liggur fyrir um hver eða hverjir standa að baki árásinni, en árásir palestínskra öfgamanna hafa verið tíðar í Ísrael síðustu mánuði.

Micky Rosenfeld, talsmaður ísraelsku lögreglunnar, segir að fjórir þeirra sem særðust séu með alvarlega áverka.

Ron Huldai, borgarstjóri Tel Aviv, segir í samtali við Jerusalem Post að svo virðist sem um hryðjuverkaárás sé að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×