Skapandi greinar verði hreyfiafl í borginni Birta Björnsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 21:48 Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira