Alþjóðlegur svikari hlaut ársfangelsi á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 16. febrúar 2016 19:45 Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir rúma hálfa milljón. Breski ríkisborgarinn Reece Scobie hlaut tólf mánaða fangelsisdóm við Héraðsdóm Reykjaness fyrir ítrekuð fjársvikabrot og vörslu og dreifingu á barnaklámi. Til frádráttar refsingunni kemur þó gæsluvarðhald sem hann sætti í fyrra. Scobie vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir efnahagsbrot í heimalandinu, þangað sem hann er nú kominn og þar sem hann mun afplána eftirstöðvar dóms síns. Scobie var handtekinn við komu til landsins þann 16. júní í fyrra með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Að því er kemur fram í ákærunni á hendur honum var um að ræða samtals 4.750 ljósmyndir og 345 myndskeið sem ýmist voru vistuð á fartölvu Scobie, farsíma hans, spjaldtölvu eða á reikningum hans á gagnavörsluskýinu Dropbox.Fjöldi fjársvika með fölsuðum greiðslukortum hér á landi Lögregla handtók Scobie vegna ábendingar um að farmiði hans til Íslands hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri en fjársvik af ferðaþjónustuaðilum eru þau brot sem hann er helst þekktur fyrir. Hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi þann 27. júlí en áfram látinn sæta farbanni á meðan rannsókn þessara brota stóð yfir. Scobie varð uppvís að fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum á meðan hann gekk laus á Íslandi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá fékk Scobie sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst var hann svo með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og vakt sem fyrr segir athygli fjölmiðla fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 sextán mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr., sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Scobie játaði skýlaust öll brot sín en af hans hálfu var þess krafist að honum yrði ekki gerð refsing vegna andlegs ástands hans. Erlendur geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á Scobie í fyrra taldi hann með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni en bæði hann og dómkvaddur geðlæknir töldu Scobie sakhæfan. Dómur yfir Scobie var kveðinn upp í lok janúar en ekki birtur á vef héraðsdómstólanna fyrr en í dag. Auk fangelsisrefsingar var honum gert að greiða rúmlega 3,3 milljónir króna í sakarkostnað og fartölva hans, sími og spjaldtölva gerð upptæk. Tengdar fréttir Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Breski ríkisborgarinn Reece Scobie hlaut tólf mánaða fangelsisdóm við Héraðsdóm Reykjaness fyrir ítrekuð fjársvikabrot og vörslu og dreifingu á barnaklámi. Til frádráttar refsingunni kemur þó gæsluvarðhald sem hann sætti í fyrra. Scobie vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir efnahagsbrot í heimalandinu, þangað sem hann er nú kominn og þar sem hann mun afplána eftirstöðvar dóms síns. Scobie var handtekinn við komu til landsins þann 16. júní í fyrra með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Að því er kemur fram í ákærunni á hendur honum var um að ræða samtals 4.750 ljósmyndir og 345 myndskeið sem ýmist voru vistuð á fartölvu Scobie, farsíma hans, spjaldtölvu eða á reikningum hans á gagnavörsluskýinu Dropbox.Fjöldi fjársvika með fölsuðum greiðslukortum hér á landi Lögregla handtók Scobie vegna ábendingar um að farmiði hans til Íslands hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri en fjársvik af ferðaþjónustuaðilum eru þau brot sem hann er helst þekktur fyrir. Hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi þann 27. júlí en áfram látinn sæta farbanni á meðan rannsókn þessara brota stóð yfir. Scobie varð uppvís að fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum á meðan hann gekk laus á Íslandi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá fékk Scobie sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst var hann svo með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og vakt sem fyrr segir athygli fjölmiðla fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 sextán mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr., sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Scobie játaði skýlaust öll brot sín en af hans hálfu var þess krafist að honum yrði ekki gerð refsing vegna andlegs ástands hans. Erlendur geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á Scobie í fyrra taldi hann með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni en bæði hann og dómkvaddur geðlæknir töldu Scobie sakhæfan. Dómur yfir Scobie var kveðinn upp í lok janúar en ekki birtur á vef héraðsdómstólanna fyrr en í dag. Auk fangelsisrefsingar var honum gert að greiða rúmlega 3,3 milljónir króna í sakarkostnað og fartölva hans, sími og spjaldtölva gerð upptæk.
Tengdar fréttir Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00
Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23