Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 16:54 Brot mannsins áttu sér stað á tjaldstæðinu í Hrísey. vísir/friðrik Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira