Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 16:54 Brot mannsins áttu sér stað á tjaldstæðinu í Hrísey. vísir/friðrik Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira