Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2016 15:13 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún. Stjórnmálavísir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún.
Stjórnmálavísir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira