Guðmundur: Tár á hvarmi þegar silfrið er rifjað upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/anton Tveir leikir búnir og tveir sannfærandi sigrar í húsi. Danska handboltalandsliðið lítur vel út í upphafi Ólympíuleikanna. Frábær vörn, góð hraðaupphlaup og léttleikandi sóknarleikur. Það er allt til alls í liðinu að þessu sinni og við stjórnvölinn er síðan maður hefur sem hefur upplifað allt þegar kemur að Ólympíuleikum. Hann fór á sína fyrstu Ólympíuleika sem leikmaður fyrir 32 árum og er nú á fjórðu leikunum í röð sem þjálfari. Guðmundur Guðmundsson brosti sínu breiðasta þegar undirritaður hitti á hann eftir flottan sigur á Túnismönnum. Það eru örugglega ekki allir sem líður nánast eins og á heimavelli þegar þeir eru komnir á Ólympíuleika.Átti ekki von á þessu „Þetta er stórkostlegt en ég átti ekkert von á þessu,“ segir Guðmundur um þá staðreynd að hann er mættur á sína sjöttu Ólympíuleika. „Ég átti ekki von á því að taka við íslenska landsliðinu aftur eftir Ólympíuleikana 2004. Svo var mér falið þetta verkefni að taka við íslenska liðinu og koma því á Ólympíuleikana 2008, sem var mikill heiður fyrir mig. Það var fyrsta verkefnið mitt og það tókst og þá var ég kominn inn á Ólympíuleika aftur. Svo náttúrulega 2012 og svo er ég lentur hér aftur,“ segir Guðmundur. Að þessu sinni fór hann á setningarhátíð leikanna sem hluti af danska Ólympíuhópnum. „Það var svolítið skrýtið að labba inn með danska liðinu á setningarhátíðinni en auðvitað er það bara rosalegur heiður. Það var virkilegur heiður og bara gleði í mínu hjarta. Það er frábært að fá að leiða þetta danska lið inn á Ólympíuleika enda er það stórkostlegt verkefni. Þetta er auðvitað mjög krefjandi líka,“ segir Guðmundur. Tvöfalt oftar á ÓL en DanirGuðmundur hefur sex sinnum farið á Ólympíuleika.Vísir/Anton - Grafík/IngólfurGuðmundur hefur farið tvöfalt oftar en danska liðið á Ólympíuleika frá og með leikunum í Seoul og undanfarna tvenna leika hafa Danir ekki komist hærra en í 6. (2012) og 7. sæti (2008). Íslenska landsliðið, undir stjórn Guðmundar, var því ofar en danska liðið á hvorum tveggja leikunum. „Þeir hafa ekki spilað um verðlaun og ég held að þeir hafi aldrei komist í gegnum átta liða úrslitin. Það eru stórir möguleikar ef allt fer vel hjá okkur,“ segir hann. Guðmundur fór tvisvar sem leikmaður á Ólympíuleika á níunda áratugnum og hefur tekið þátt í fimm af sjö skiptum sem íslenska handboltalandsliðið hefur verið á Ólympíuleikum. Hann var of ungur á ÓL í München 1972 og nýhættur í landsliðinu á ÓL í Barcelona 1992. „Ég er búinn að tala um mína reynslu sem leikmaður af Ólympíuleikum og hef miðlað henni. Ég veit það bæði sem leikmaður og svo sem þjálfari nú þegar ég er að fara á mína fjórðu Ólympíuleika í röð. Auðvitað lærir maður af reynslunni og kannski hefur maður einhvern tíma á leiðinni gert mistök og lært af þeim. Svo hefur maður gert góða hluti og lært af þeim líka. Svo reynir maður að nýta þetta allt saman fyrir þetta lið.“ Hann fór með íslenska landsliðið á þrenna leika í röð og upplifði mjög mismunandi hluti. „Þetta var ekki nógu gott í Aþenu. Við vorum með stórkostlegt lið í London og unnum alla leikina í riðlinum. Við vorum í fyrsta sæti og svo fórum við í þennan leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum sem endaði sem martröð. Það var bara hræðilegt,“ segir Guðmundur en leikarnir í Peking 2008 standa að sjálfsögðu upp úr. Þar tókst honum að koma íslenska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn. Ekki hægt að lýsa með orðumGuðmundur stýrir sínum mönnum í danska landlsiðinu.Vísir/Anton„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa leikunum í Peking með orðum. Maður nánast fær tár á hvarm þegar maður hugsar um það. Maður verður bara klökkur. Það er bara svo margt í því eins og hvernig við gerðum þetta. Því gleymi ég aldrei,“ segir Guðmundur. Sem leikmaður fór hann líka á ólíka leika. „Það var stórkostlegt í Los Angeles 1984 þegar við urðum í sjötta sæti upp úr engu. Svo vorum við í mjög erfiðum riðli í Seoul. Þá vorum við svo góðir fyrir Ólympíuleikana og þá fóru allir að tala um Ólympíugull. Svona er þetta bara. Ég er búinn að prófa allt og er yfirvegaður og rólegur yfir þessu,“ sagði Guðmundur. „Það er rosalega mikilvægt að halda einbeitingunni og ég er alltaf að tala um það við þá. Að halda einbeitingunni á næsta verkefni en ekki eitthvað annað. Við erum mjög faglegir með því hvernig við erum. Við förum alltaf saman í morgunmat og hádegismat og höldum hópnum saman eins vel og við getum. Við borðum saman af því að þetta eru svo margir,“ segir Guðmundur og hann hrósar dönsku strákunum.Öðruvísi týpur „Þeir eru mjög faglegir og koma mjög vel inn í þetta. Þeir leggja á sig aukavinnu til þess að skoða vídeó. Það er virkilega gaman að vinna með þá. Þetta eru allt öðruvísi týpur en íslensku strákarnir en það var stórkostlegt að vinna með Íslendingunum líka. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að þjálfa Ísland. Þetta er bara öðruvísi,“ segir Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Tveir leikir búnir og tveir sannfærandi sigrar í húsi. Danska handboltalandsliðið lítur vel út í upphafi Ólympíuleikanna. Frábær vörn, góð hraðaupphlaup og léttleikandi sóknarleikur. Það er allt til alls í liðinu að þessu sinni og við stjórnvölinn er síðan maður hefur sem hefur upplifað allt þegar kemur að Ólympíuleikum. Hann fór á sína fyrstu Ólympíuleika sem leikmaður fyrir 32 árum og er nú á fjórðu leikunum í röð sem þjálfari. Guðmundur Guðmundsson brosti sínu breiðasta þegar undirritaður hitti á hann eftir flottan sigur á Túnismönnum. Það eru örugglega ekki allir sem líður nánast eins og á heimavelli þegar þeir eru komnir á Ólympíuleika.Átti ekki von á þessu „Þetta er stórkostlegt en ég átti ekkert von á þessu,“ segir Guðmundur um þá staðreynd að hann er mættur á sína sjöttu Ólympíuleika. „Ég átti ekki von á því að taka við íslenska landsliðinu aftur eftir Ólympíuleikana 2004. Svo var mér falið þetta verkefni að taka við íslenska liðinu og koma því á Ólympíuleikana 2008, sem var mikill heiður fyrir mig. Það var fyrsta verkefnið mitt og það tókst og þá var ég kominn inn á Ólympíuleika aftur. Svo náttúrulega 2012 og svo er ég lentur hér aftur,“ segir Guðmundur. Að þessu sinni fór hann á setningarhátíð leikanna sem hluti af danska Ólympíuhópnum. „Það var svolítið skrýtið að labba inn með danska liðinu á setningarhátíðinni en auðvitað er það bara rosalegur heiður. Það var virkilegur heiður og bara gleði í mínu hjarta. Það er frábært að fá að leiða þetta danska lið inn á Ólympíuleika enda er það stórkostlegt verkefni. Þetta er auðvitað mjög krefjandi líka,“ segir Guðmundur. Tvöfalt oftar á ÓL en DanirGuðmundur hefur sex sinnum farið á Ólympíuleika.Vísir/Anton - Grafík/IngólfurGuðmundur hefur farið tvöfalt oftar en danska liðið á Ólympíuleika frá og með leikunum í Seoul og undanfarna tvenna leika hafa Danir ekki komist hærra en í 6. (2012) og 7. sæti (2008). Íslenska landsliðið, undir stjórn Guðmundar, var því ofar en danska liðið á hvorum tveggja leikunum. „Þeir hafa ekki spilað um verðlaun og ég held að þeir hafi aldrei komist í gegnum átta liða úrslitin. Það eru stórir möguleikar ef allt fer vel hjá okkur,“ segir hann. Guðmundur fór tvisvar sem leikmaður á Ólympíuleika á níunda áratugnum og hefur tekið þátt í fimm af sjö skiptum sem íslenska handboltalandsliðið hefur verið á Ólympíuleikum. Hann var of ungur á ÓL í München 1972 og nýhættur í landsliðinu á ÓL í Barcelona 1992. „Ég er búinn að tala um mína reynslu sem leikmaður af Ólympíuleikum og hef miðlað henni. Ég veit það bæði sem leikmaður og svo sem þjálfari nú þegar ég er að fara á mína fjórðu Ólympíuleika í röð. Auðvitað lærir maður af reynslunni og kannski hefur maður einhvern tíma á leiðinni gert mistök og lært af þeim. Svo hefur maður gert góða hluti og lært af þeim líka. Svo reynir maður að nýta þetta allt saman fyrir þetta lið.“ Hann fór með íslenska landsliðið á þrenna leika í röð og upplifði mjög mismunandi hluti. „Þetta var ekki nógu gott í Aþenu. Við vorum með stórkostlegt lið í London og unnum alla leikina í riðlinum. Við vorum í fyrsta sæti og svo fórum við í þennan leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum sem endaði sem martröð. Það var bara hræðilegt,“ segir Guðmundur en leikarnir í Peking 2008 standa að sjálfsögðu upp úr. Þar tókst honum að koma íslenska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn. Ekki hægt að lýsa með orðumGuðmundur stýrir sínum mönnum í danska landlsiðinu.Vísir/Anton„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa leikunum í Peking með orðum. Maður nánast fær tár á hvarm þegar maður hugsar um það. Maður verður bara klökkur. Það er bara svo margt í því eins og hvernig við gerðum þetta. Því gleymi ég aldrei,“ segir Guðmundur. Sem leikmaður fór hann líka á ólíka leika. „Það var stórkostlegt í Los Angeles 1984 þegar við urðum í sjötta sæti upp úr engu. Svo vorum við í mjög erfiðum riðli í Seoul. Þá vorum við svo góðir fyrir Ólympíuleikana og þá fóru allir að tala um Ólympíugull. Svona er þetta bara. Ég er búinn að prófa allt og er yfirvegaður og rólegur yfir þessu,“ sagði Guðmundur. „Það er rosalega mikilvægt að halda einbeitingunni og ég er alltaf að tala um það við þá. Að halda einbeitingunni á næsta verkefni en ekki eitthvað annað. Við erum mjög faglegir með því hvernig við erum. Við förum alltaf saman í morgunmat og hádegismat og höldum hópnum saman eins vel og við getum. Við borðum saman af því að þetta eru svo margir,“ segir Guðmundur og hann hrósar dönsku strákunum.Öðruvísi týpur „Þeir eru mjög faglegir og koma mjög vel inn í þetta. Þeir leggja á sig aukavinnu til þess að skoða vídeó. Það er virkilega gaman að vinna með þá. Þetta eru allt öðruvísi týpur en íslensku strákarnir en það var stórkostlegt að vinna með Íslendingunum líka. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að þjálfa Ísland. Þetta er bara öðruvísi,“ segir Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira