Hafnar ásökunum um skort á samráði Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, svaraði fyrir nýjan búvörusamning í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“ Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“
Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira