Erlent

Enginn talinn slasaður eftir stóran jarðskjálfta í Chile

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjálftinn var 6,4 á richter.
Skjálftinn var 6,4 á richter. Vísir/GoogleMaps
Stór jarðskjálfti skók Chile í dag og var hann 6,4 á richter. Byggingar skulfu í höfuðborginni Santiago en samkvæmt yfirvöldum í Chile er enginn talinn slasaður. Verið er að meta hvort einhverjar skemmdir hafi átt sér stað.

Upptök skjálftans voru um 72 kílómetra norðaustur af Talca og um 191 kílómetra suður af höfuðborginni.

Jarðskjálftar eru nokkuð algengir í Chile en landið er staðsett við austurströnd Suður-Ameríku þar sem Suður-Ameríku flekinn og Nazca flekinn mætast. Til að mynda mældist þar jarðskjálfti árið 1960 sem var 9,5 á richter og árið 2010 varð skjálfti sem mældist 8,8 á richter og olli dauða um fimm hundruð manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×