Kári, sem leikur með Malmö í Svíþjóð, var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína gegn Austurríki, í fimmtugasta landsleik sínum.
defender Kari Arnason is the @carlsberg Man of the Match#EURO2016pic.twitter.com/iq0FqHOzWPVefsíðan WhoScored.com heldur utan um tölfræði mótsins og gefur leikmönnum einkunn byggða á frammistöðu þeirra í ýmsum tölfræðiþáttum.
— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 22, 2016
Kári fékk 8,54 í einkunn hjá WhoScored fyrir frammistöðu sína gegn Austurríki og var valinn maður leiksins.
Sjá einnig: Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum
Kári vann sjö skallaeinvígi í leiknum, hreinsaði sex sinnum frá, komst fyrir þrjú skot, bjargaði einu sinni á línu auk þess að leggja fyrra mark Íslands upp fyrir Jón Daða Böðvarsson.
Þessi frammistaða dugði Kára einnig til að komast í lið umferðarinnar hjá WhoScored.com en hann er með Englendingnum Nathaniel Clyne og Slóvökunum Martin Skrtel og Tomás Hubocan í vörninni.
Sjá einnig: Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur
Wales á flesta fulltrúa í liði 3. umferðar riðlakeppninnar, eða þrjá. Þetta eru þeir Gareth Bale, sem fékk hæstu einkunn allra í 3. umferðinni (9,97), Aaron Ramsey og Joe Allen.
Ísland átti einnig fulltrúa í liði 1. umferðarinnar hjá WhoScored.com; markvörðinn Hannes Þór Halldórsson sem átti frábæran leik gegn Portúgal.
Euro 2016 Team of the Round - Matchday 3 https://t.co/4eOsFfFYga pic.twitter.com/vkuvEKn69T
— WhoScored.com (@WhoScored) June 23, 2016