Cornwall kaus Brexit en biður nú um að passað verði upp á ESB-styrki til sýslunnar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2016 22:23 St Ives í Cornwall. Vísir/Getty Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15