Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 14:45 Frá mótmælum vegna dauða Freddie Gray. Vísir/Getty Tveir þeldökkir menn voru skotnir til bana af hvítum lögregluþjónum á tveimur dögum í Bandaríkjunum. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á síðustu mánuðum þar í landi. Sum þeirra hafa verið rannsökuð sem morð. Atvikin náðust bæði á myndbönd og hafa enn og aftur varpað ljósi á framferði lögregluþjóna gagnvart þeldökkum mönnum í Bandaríkjunum.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkur sambærileg mál sem hafa vakið miklar deilur.Myndbönd í þessari frétt gætu vakið óhug.Gregory GunnGregory Gunn, 58 ára, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Montgomery í Alabama þann 25. febrúar. Gunn var óvopnaður en Aaron Smith hefur verið ákærður fyrir morð vegna skotárásarinnar.Akiel DenkinsSaksóknarar í Norður-Karólínu komust að því að lögregluþjónninn sem skaut hinn 24. ára gamla Akiel Denkins til bana hefði gert það í sjálfsvörn. Denkins er sagður hafa verið vopnaður og hafa reynt að ná byssunni af D.C. Twiddy í febrúar. Twiddy ætlaði sér að handtaka Denkins fyrir að mæta ekki fyrir dómara vegna sölu kókaíns. Einn lögregluþjónanna hefur verið sýknaður vegna dauða Gray.Freddie GraySex lögregluþjónar hafa verið ákærðir vegna dauða Freddie Gray í Baltimore í apríl. Gray var 25 ára gamall, en hann hálsbrotnaði þegar verið var að flytja hann í fangelsi. Hann hafði verið járnaður bæði á höndum og fótum en var ekki settur í bílbelti. Dauði Gray leiddi til óeirða í Baltimore. Annað myndband af Freddie Gray má sjá hér á vef CNN.Myndband af handtöku Freddie Gray má sjá hér að neðan.Walter ScottLögregluþjónninn Michael Slager á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi verði hann sakfelldur fyrir að myrða Walter Scott, sem var óvopnaður og á hlaupum frá Slager þegar hann var skotinn. Atvikið átti sér stað í North Charleston í Suður-Karólínu í apríl í fyrra og olli mikilli bræði í Bandaríkjunum. Slager var rekinn og ákærður fyrir morð í október. Scott hafði verið stöðvaður í umferð og hljóp hann frá bílnum. Lögregluþjónninn sagði að Scott hefði reynt að ná af sér byssunni, en vitni mótmælti því. Scott varð fyrir fimm af þeim átta skotum sem skotið var að honum á hlaupum. Lífgunartilraunir voru ekki reyndar.Laquan McDonaldHinn 17 ára gamli Laquan McDonald var skotinn sextán sinnum árið 2014. Lögregluþjónninn Jason Van Dyke var ákærður fyrir morð eftir að Chicago-borg var neydd af dómara til að birta myndband af atvikinu í nóvember.McDonald er sagður hafa verið undir áhrifum ofskynjunarlyfsins PCP og var hann á gangi með hníf. Einungis einn lögregluþjónn hleypti úr byssu sinni og gerði Van Dyke það innan við 30 sekúndum eftir að hann kom á vettvang.Akai GurleyPeter Liang, nýliði í lögreglunni í New York, var dæmdur fyrir manndráp í febrúar. Hann skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley til bana. Svo virðist sem að það hafi gerst fyrir slysni. Liang segir að hann hafi verið á göngu með höndina á vopni sínu þegar honum brá við að heyra hljóð. Hann segist hafa skotið fyrir slysni, en skotið endurkastaðist af vegg og í bak Gurley. Dómari mildaði dóminn yfir Liang í apríl og dæmdi hann fyrir manndráp fyrir slysni. Hann verður á skilorði í fimm ár og þarf að vinna 800 klukkustundir í samfélagsþjónustu.Samuel DuBoseRay Tensing, á yfir höfði sér dóm fyrir morð, eftir að hann skaut Samuel DuBose til bana í júlí í fyrra. Tensing stöðvaði DuBose þar sem engin númeraplata var á bíl sem hann ók. Eftir samskipti þeirra á milli skaut Tensing DuBose þegar sá síðarnefndi reyndi að aka af stað. Lögmaður Tensing segir hann hafa óttast að fara undir bílinn þegar DuBose reyndi að aka á brott. Annað myndband sem er samsett úr myndavélum í vestum þriggja lögregluþjóna má sjá hér.Jamar ClarkDauðsfall hins 24 ára gamla Jamar Clark leiddi til vikna af mótmælum í borginni Minneapolis. Tveir lögregluþjónar voru að handtaka Clark í nóvember og veitti hann þeim mikinn mótþróa. Annar lögregluþjónanna skaut Clark í höfuðið og lést hann degi seinna. Miklar deilur voru uppi um hvort að Clark hefði verið í handjárnum þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan og rannsakendur ríkisins komust þó að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið.Brendon GlennLögreglustjóri Los Angeles lagði til í janúar að lögregluþjónninn Clifford Proctor yrði ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann í bakið í maí í fyrra. Hinn 29 ára gamli Brendon Glenn var skotinn tvisvar sinnum í bakið og rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að Glenn, sem var heimilislaus, hefði legið á maganum og verið að reyna að standa upp þegar hann var skotinn.Proctor hélt því fram að Glenn hefði reynt að grípa í byssu félaga síns en rannsakendur höfnuðu því. Myndband úr nærliggjandi öryggismyndavél er sagt hafa sýnt fram á að svo hefði ekki verið. Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin.Christian TaylorÓvopnaður háskólanemandi var skotinn til bana í Arlington í ágúst í fyrra. Christian Taylor hafði brotist inn á lóð bílasölu þar sem hann skemmdi einn bíl. Því næst ók hann bíl sínum inn á lóðina og inn í húsnæði sölunnar. Þar var hann skotinn af lögregluþjóninum Brad Miller.Miller var rekinn úr lögreglunni fyrir að fylgja ekki starfsreglum þegar hann elti Taylor uppi, en hann var ekki ákærður vegna atviksins. Rannsókn leiddi í ljós að Taylor var undir áhrifum ofskynjunarlyfja og marijúana.Myndband af Taylor áður en hann var skotinn til bana má sjá að neðan.Samkvæmt talningu Guardian banaði lögreglan rúmlega ellefu hundrað manns í Bandaríkjunum í fyrra. Það sem af er þessu ári er talan 561. Samkvæmt rannsókn þeirra voru ungir þeldökkir menn níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Tveir þeldökkir menn voru skotnir til bana af hvítum lögregluþjónum á tveimur dögum í Bandaríkjunum. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á síðustu mánuðum þar í landi. Sum þeirra hafa verið rannsökuð sem morð. Atvikin náðust bæði á myndbönd og hafa enn og aftur varpað ljósi á framferði lögregluþjóna gagnvart þeldökkum mönnum í Bandaríkjunum.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkur sambærileg mál sem hafa vakið miklar deilur.Myndbönd í þessari frétt gætu vakið óhug.Gregory GunnGregory Gunn, 58 ára, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Montgomery í Alabama þann 25. febrúar. Gunn var óvopnaður en Aaron Smith hefur verið ákærður fyrir morð vegna skotárásarinnar.Akiel DenkinsSaksóknarar í Norður-Karólínu komust að því að lögregluþjónninn sem skaut hinn 24. ára gamla Akiel Denkins til bana hefði gert það í sjálfsvörn. Denkins er sagður hafa verið vopnaður og hafa reynt að ná byssunni af D.C. Twiddy í febrúar. Twiddy ætlaði sér að handtaka Denkins fyrir að mæta ekki fyrir dómara vegna sölu kókaíns. Einn lögregluþjónanna hefur verið sýknaður vegna dauða Gray.Freddie GraySex lögregluþjónar hafa verið ákærðir vegna dauða Freddie Gray í Baltimore í apríl. Gray var 25 ára gamall, en hann hálsbrotnaði þegar verið var að flytja hann í fangelsi. Hann hafði verið járnaður bæði á höndum og fótum en var ekki settur í bílbelti. Dauði Gray leiddi til óeirða í Baltimore. Annað myndband af Freddie Gray má sjá hér á vef CNN.Myndband af handtöku Freddie Gray má sjá hér að neðan.Walter ScottLögregluþjónninn Michael Slager á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi verði hann sakfelldur fyrir að myrða Walter Scott, sem var óvopnaður og á hlaupum frá Slager þegar hann var skotinn. Atvikið átti sér stað í North Charleston í Suður-Karólínu í apríl í fyrra og olli mikilli bræði í Bandaríkjunum. Slager var rekinn og ákærður fyrir morð í október. Scott hafði verið stöðvaður í umferð og hljóp hann frá bílnum. Lögregluþjónninn sagði að Scott hefði reynt að ná af sér byssunni, en vitni mótmælti því. Scott varð fyrir fimm af þeim átta skotum sem skotið var að honum á hlaupum. Lífgunartilraunir voru ekki reyndar.Laquan McDonaldHinn 17 ára gamli Laquan McDonald var skotinn sextán sinnum árið 2014. Lögregluþjónninn Jason Van Dyke var ákærður fyrir morð eftir að Chicago-borg var neydd af dómara til að birta myndband af atvikinu í nóvember.McDonald er sagður hafa verið undir áhrifum ofskynjunarlyfsins PCP og var hann á gangi með hníf. Einungis einn lögregluþjónn hleypti úr byssu sinni og gerði Van Dyke það innan við 30 sekúndum eftir að hann kom á vettvang.Akai GurleyPeter Liang, nýliði í lögreglunni í New York, var dæmdur fyrir manndráp í febrúar. Hann skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley til bana. Svo virðist sem að það hafi gerst fyrir slysni. Liang segir að hann hafi verið á göngu með höndina á vopni sínu þegar honum brá við að heyra hljóð. Hann segist hafa skotið fyrir slysni, en skotið endurkastaðist af vegg og í bak Gurley. Dómari mildaði dóminn yfir Liang í apríl og dæmdi hann fyrir manndráp fyrir slysni. Hann verður á skilorði í fimm ár og þarf að vinna 800 klukkustundir í samfélagsþjónustu.Samuel DuBoseRay Tensing, á yfir höfði sér dóm fyrir morð, eftir að hann skaut Samuel DuBose til bana í júlí í fyrra. Tensing stöðvaði DuBose þar sem engin númeraplata var á bíl sem hann ók. Eftir samskipti þeirra á milli skaut Tensing DuBose þegar sá síðarnefndi reyndi að aka af stað. Lögmaður Tensing segir hann hafa óttast að fara undir bílinn þegar DuBose reyndi að aka á brott. Annað myndband sem er samsett úr myndavélum í vestum þriggja lögregluþjóna má sjá hér.Jamar ClarkDauðsfall hins 24 ára gamla Jamar Clark leiddi til vikna af mótmælum í borginni Minneapolis. Tveir lögregluþjónar voru að handtaka Clark í nóvember og veitti hann þeim mikinn mótþróa. Annar lögregluþjónanna skaut Clark í höfuðið og lést hann degi seinna. Miklar deilur voru uppi um hvort að Clark hefði verið í handjárnum þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan og rannsakendur ríkisins komust þó að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið.Brendon GlennLögreglustjóri Los Angeles lagði til í janúar að lögregluþjónninn Clifford Proctor yrði ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann í bakið í maí í fyrra. Hinn 29 ára gamli Brendon Glenn var skotinn tvisvar sinnum í bakið og rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að Glenn, sem var heimilislaus, hefði legið á maganum og verið að reyna að standa upp þegar hann var skotinn.Proctor hélt því fram að Glenn hefði reynt að grípa í byssu félaga síns en rannsakendur höfnuðu því. Myndband úr nærliggjandi öryggismyndavél er sagt hafa sýnt fram á að svo hefði ekki verið. Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin.Christian TaylorÓvopnaður háskólanemandi var skotinn til bana í Arlington í ágúst í fyrra. Christian Taylor hafði brotist inn á lóð bílasölu þar sem hann skemmdi einn bíl. Því næst ók hann bíl sínum inn á lóðina og inn í húsnæði sölunnar. Þar var hann skotinn af lögregluþjóninum Brad Miller.Miller var rekinn úr lögreglunni fyrir að fylgja ekki starfsreglum þegar hann elti Taylor uppi, en hann var ekki ákærður vegna atviksins. Rannsókn leiddi í ljós að Taylor var undir áhrifum ofskynjunarlyfja og marijúana.Myndband af Taylor áður en hann var skotinn til bana má sjá að neðan.Samkvæmt talningu Guardian banaði lögreglan rúmlega ellefu hundrað manns í Bandaríkjunum í fyrra. Það sem af er þessu ári er talan 561. Samkvæmt rannsókn þeirra voru ungir þeldökkir menn níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira