Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 21:19 Boris Johnson er ósáttur við David Cameron. Vísir/Getty Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira