Á virkilega að skerða húsnæðisstuðning tekjulágra lífeyrisþega? María Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Í nýlegri grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar umbætur á húsnæðismarkaði“ staðhæfir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að með frumvarpi til laga um húsnæðisbætur verði frítekjumörk hækkuð verulega og að húsnæðisstuðningur miðist við fjölskyldustærð. Frumvarpið var tekið til vandlegrar skoðunar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og gerðar mjög alvarlegar athugasemdir í umsögn til velferðarnefndar Alþingis. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegn mun það ekki bæta stöðu lífeyrisþega á leigumarkaði. Þvert á móti yrði staðan sú að húsnæðisstuðningur við aðra en einhleypa lífeyrisþega mun lækka fyrsta árið eftir gildistöku þess. En hvers vegna er það svo? Í fyrsta lagi eru frítekjumörk frumvarpsins allt of lág til að ná markmiði laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Ef heildartekjur einstaklings eru yfir 2.700.000 kr. á ári (225.000 kr. á mánuði) skerðast húsnæðisbæturnar. Frítekjumörkin eru það lág að lífeyrisþegar, sem eru eingöngu með lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndu fá skertar húsnæðisbætur. Í frumvarpinu er enn fremur gert ráð fyrir því að innleiða nýtt kerfi í tveimur áföngum. Fyrsta árið á sama frítekjumark (2.700.000 kr. á ári) að gilda óháð því hversu margir búa á heimili. Slík ráðstöfun myndi leiða til þess að húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mun lækka, þar sem búa fleiri en einn í heimili. Húsnæðisstuðningur til hjóna með þrjú börn, sem bæði hafa eingöngu lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndi lækka um 12.730 kr. á mánuði. Það sama er uppi á teningnum fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu, húsnæðisstuðningur til þeirra yrði lægri en í núverandi kerfi. Á öðru ári er ætlunin að innleiða reiknistuðla, sem myndi gera það að verkum að frítekjumarkið hækkar eftir því sem heimilismönnum fjölgar. Eftir innleiðinguna yrði húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mjög svipaður því sem hann er í dag. Reiknistuðlar frumvarpsins eru töluvert lægri en reiknistuðlar vinnuhóps á vegum velferðarráðuneytisins, sem byggja á gögnum úr lífskjarakönnun Hagstofu Íslands og frá EUROSTAT. Reiknistuðlar frumvarpsins voru hins vegar útfærðir með hliðsjón af því fjármagni sem til var að dreifa í málaflokknum. Reiknistuðull frumvarpsins hækkar mjög lítið við hvern viðbótar heimilismann, er einn fyrir einn í heimili og 1,75 ef fimm eða fleiri eru í heimili.Viðurkennir vandann Í viðtali í Speglinum á RÚV þann 8. febrúar sl. er haft eftir Elsu Láru að kannað verði hvort rétt sé að hækka frítekjumörk í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga sem tóku gildi um áramót. Þá verði kannað hvort flýta megi innleiðingunni þannig að bætur fólks skerðist ekki fyrsta árið. Engu sé þó hægt að lofa að svo stöddu. Elsa Lára viðurkennir vandann en svör hennar um hvort og hvernig bæta eigi úr þessum veigamiklu annmörkum frumvarpsins eru því miður mjög óljós. Í umsögn ÖBÍ er tillaga um að frítekjumarkið sé ekki lægra en 300.000 kr. á mánuði og að húsnæðisbætur falli niður við svipaða upphæð og í núverandi kerfi (við 487.500 kr. á mánuði) fyrir einstakling. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að húsnæðisstuðningur fyrir einstakling falli niður við mánaðartekjur í kringum rúmar 610.000 kr. Forgangsraða ætti frekar í þágu þeirra sem þurfa að fá þennan stuðning. Í nýlegu viðtali á RÚV er haft eftir formanni velferðarnefndar Alþingis að veigamiklar breytingar þurfi að gera á húsnæðisfrumvörpunum áður en þau verða að lögum. Óbreytt frumvarp mun skerða kjör lífeyrisþega í leiguhúsnæði. Er það virkilega ætlun þingmanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar umbætur á húsnæðismarkaði“ staðhæfir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að með frumvarpi til laga um húsnæðisbætur verði frítekjumörk hækkuð verulega og að húsnæðisstuðningur miðist við fjölskyldustærð. Frumvarpið var tekið til vandlegrar skoðunar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og gerðar mjög alvarlegar athugasemdir í umsögn til velferðarnefndar Alþingis. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegn mun það ekki bæta stöðu lífeyrisþega á leigumarkaði. Þvert á móti yrði staðan sú að húsnæðisstuðningur við aðra en einhleypa lífeyrisþega mun lækka fyrsta árið eftir gildistöku þess. En hvers vegna er það svo? Í fyrsta lagi eru frítekjumörk frumvarpsins allt of lág til að ná markmiði laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Ef heildartekjur einstaklings eru yfir 2.700.000 kr. á ári (225.000 kr. á mánuði) skerðast húsnæðisbæturnar. Frítekjumörkin eru það lág að lífeyrisþegar, sem eru eingöngu með lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndu fá skertar húsnæðisbætur. Í frumvarpinu er enn fremur gert ráð fyrir því að innleiða nýtt kerfi í tveimur áföngum. Fyrsta árið á sama frítekjumark (2.700.000 kr. á ári) að gilda óháð því hversu margir búa á heimili. Slík ráðstöfun myndi leiða til þess að húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mun lækka, þar sem búa fleiri en einn í heimili. Húsnæðisstuðningur til hjóna með þrjú börn, sem bæði hafa eingöngu lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndi lækka um 12.730 kr. á mánuði. Það sama er uppi á teningnum fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu, húsnæðisstuðningur til þeirra yrði lægri en í núverandi kerfi. Á öðru ári er ætlunin að innleiða reiknistuðla, sem myndi gera það að verkum að frítekjumarkið hækkar eftir því sem heimilismönnum fjölgar. Eftir innleiðinguna yrði húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mjög svipaður því sem hann er í dag. Reiknistuðlar frumvarpsins eru töluvert lægri en reiknistuðlar vinnuhóps á vegum velferðarráðuneytisins, sem byggja á gögnum úr lífskjarakönnun Hagstofu Íslands og frá EUROSTAT. Reiknistuðlar frumvarpsins voru hins vegar útfærðir með hliðsjón af því fjármagni sem til var að dreifa í málaflokknum. Reiknistuðull frumvarpsins hækkar mjög lítið við hvern viðbótar heimilismann, er einn fyrir einn í heimili og 1,75 ef fimm eða fleiri eru í heimili.Viðurkennir vandann Í viðtali í Speglinum á RÚV þann 8. febrúar sl. er haft eftir Elsu Láru að kannað verði hvort rétt sé að hækka frítekjumörk í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga sem tóku gildi um áramót. Þá verði kannað hvort flýta megi innleiðingunni þannig að bætur fólks skerðist ekki fyrsta árið. Engu sé þó hægt að lofa að svo stöddu. Elsa Lára viðurkennir vandann en svör hennar um hvort og hvernig bæta eigi úr þessum veigamiklu annmörkum frumvarpsins eru því miður mjög óljós. Í umsögn ÖBÍ er tillaga um að frítekjumarkið sé ekki lægra en 300.000 kr. á mánuði og að húsnæðisbætur falli niður við svipaða upphæð og í núverandi kerfi (við 487.500 kr. á mánuði) fyrir einstakling. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að húsnæðisstuðningur fyrir einstakling falli niður við mánaðartekjur í kringum rúmar 610.000 kr. Forgangsraða ætti frekar í þágu þeirra sem þurfa að fá þennan stuðning. Í nýlegu viðtali á RÚV er haft eftir formanni velferðarnefndar Alþingis að veigamiklar breytingar þurfi að gera á húsnæðisfrumvörpunum áður en þau verða að lögum. Óbreytt frumvarp mun skerða kjör lífeyrisþega í leiguhúsnæði. Er það virkilega ætlun þingmanna?
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar