Erlent

Norskir læknar vilja banna sölu á tóbaki

Atli Ísleifsson skrifar
Þingmenn úr röðum fjölda flokka segja að tillaga sem þessi sé ekki æskileg að svo stöddu.
Þingmenn úr röðum fjölda flokka segja að tillaga sem þessi sé ekki æskileg að svo stöddu. Vísir/Getty
Norsku læknasamtökin (Legeforeningen – NMA) vilja að Noregur verði orðið tóbakslaust land árið 2035. Samtökin hafa lagt til að sala á tóbaki til allra sem fæddust eftir árið 2000 verði bönnuð.

Marit Hermansen, formaður samtakanna, segir í samtali við Aftenposten að tóbaksneysla sé ekki mannréttindamál. „Við höfum lengi verið með það á stefnuskránni að í skrefum draga úr og koma í veg fyrir reykingar fyrir árið 2035. Þetta er aðgerð til að ná þessu markmiði. Við viljum tóbakslausa kynslóð,“ segir Hermansen.

Hermansen segir að það ætti ekki að vera bannað að reykja, en að samtökin vilji sjá að ungt fólk byrji ekki að neyta tóbaks.

Hún telur að mögulegt verði að tryggja stuðning stjórnmálaflokka við tillögu samtakanna. „Heilbrigðismálaráðherrann segir helsta markmiðið vera að koma í veg fyrir að ungt folk byrji að reykja,“ segir Hermansen.

Þingmenn úr röðum fjölda flokka segja hins vegar í samtali við Aftenposten að tillaga sem þessi sé ekki æskileg að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×