Erlent

Sænskir fréttamenn handteknir í Tyrklandi

sunna karen sigurþórsdóttire skrifar
Mennirnir voru handteknir fyrir að hafa verið að mynda við höfuðstöðvar hersins í borginni.
Mennirnir voru handteknir fyrir að hafa verið að mynda við höfuðstöðvar hersins í borginni.
Tveir sænskir fréttamenn voru handteknir í borginni Diyarbakir í suðausturhluta Tyrklands í morgun fyrir að hafa verið að mynda skammt frá höfuðstöðvum hersins. Átök hafa staðið yfir í borginni um nokkurt skeið, en meirihluti íbúanna eru Kúrdar.

Mennirnir hafa verið yfirheyrðir og verið er að flytja þá í útlendingadeild lögreglunnar í Istanbúl, og verður þeim líklega vísað úr landi í kjölfarið, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.  Mennirnir tveir heita Stefan Asberg og Niclas Berglund og starfa fyrir erlendu deild sænska ríkisútvarpsins.

Tyrknesk yfirvöld vísuðu fyrr í þessum mánuði frönskum fréttamanni. sem var að vinna frétt um valdaránstilraunina þar í landi, úr landi, en hann var handtekinn við landamæri Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×