Innlent

Engin svör frá FBI

Snærós Sindradóttir skrifar
Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist hafa vísað fulltrúum FBI úr landi.
Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist hafa vísað fulltrúum FBI úr landi. vísir/ernir
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, tjáði sig um samskipti sín við alríkislögreglu Bandaríkjanna FBI sumarið 2011 þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra í viðtali við miðilinn Koitokos seint í síðustu viku. Í viðtalinu kemur fram að Ögmundur hafi vísað fulltrúum FBI úr landi og hafnað beiðni þeirra um að starfa hér á landi í tengslum við rannsókn þeirra á Wikileaks.

Upplýsingar um samskipti Ögmundar við FBI hafa áður komið upp á yfirborðið, til að mynda árið 2013 þegar Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks greindi frá þeim. Viðtalið hefur þó vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið fjallað um ummæli Ögmundar í Daily Mail og Russia Today.

Fréttablaðið hafði samband við bandarísku alríkislögregluna og Hvíta húsið í gær með litlum árangri. Óskað var eftir því að frásögn Ögmundar yrði staðfest sem og hvort viðbrögð af hálfu bandarískra stjórnvalda við synjun innanríkisráðherra hefðu verið einhver. Boðað var af hálfu starfsmanns FBI að haft yrði samband á ný vegna málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu engin svör borist. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×