Enski boltinn

Dramatískur sigur hjá Herði og félögum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hörður fyrir leik Bristol á dögunum.
Hörður fyrir leik Bristol á dögunum. Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City unnu annan leikinn í röð í ensku Championship-deildinni í dag en sigurmark Bristol kom á 94. mínútu leiksins.

Tom Naylor virtist hafa bjargað stigi fyrir Burton þegar hann jafnaði metin á 88. mínútu eftir að Tammy Abraham kom Bristol City yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Hinn 18 ára gamli Abraham var ekki hættur því hann bætti við öðru marki Bristol á 94. mínútu og tryggði liðinu sigur en Bristol hefur nú unnið báða leiki tímabilsins.

Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Wolves í öruggum 2-0 sigri á Reading í dag en Jón Daði lék vel þrátt fyrir að hafa ekki komið að mörkum liðsins.

Þá glutraði Fleetwood Town með Eggert Jónsson innanborðs niður 2-0 forskoti gegn Scunthorpe á heimavelli í ensku 1. deildinni.

Fleetwood komst 2-0 yfir en Scunthorpe náði að jafna metin í seinni hálfleik og deildu liðin því stigunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×