Erlent

Ráðist á konu í strætisvagni fyrir að klæðast stuttbuxum

Anton Egilsson skrifar
Skjáskot af vef Independent.
Skjáskot af vef Independent.
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í strætisvagni í Istanbul í Tyrklandi þegar ráðist var á unga konu. Maður um borð veittist þá að Ayşegül Terzi, 23 ára hjúkrunarfræðingi, og  hóf að sparka í andlit konunnar sem hlaut töluverða áverka í kjölfarið.

Maðurinn er talinn hafa ráðist á konuna af því hún var klædd í stuttbuxur.  Breska fréttaveitan Independent fjallaði um málið.

Atvikið náðist atvikinu á myndband en tyrkneskir miðlar halda því fram að þar heyrast í manninum öskra á konuna: „Þeir sem klæðast stuttbuxum verða að deyja” áður en hann gekk í skrokk á henni. Konan segir að þrír menn hafi skorist í leikinn og náð að stöðva árásarmanninn af en honum tókst þó að flýja af vettvangi.

Myllumerkið #AyşegülTerzininSesiOlalim hefur farið mikinn á Twitter eftir að fréttir bárust af atvikinu en með því er árásin fordæmd á grundvelli þess að hin 23 ára Ayzgul Terzi hafi rétt til að klæða sig eins og henni sýnist.

Hér að neðan má sjá myndband af árásinni og viðtal við konuna sem fyrir henni varð en þar sýnir hún þá áverka sem hún hlaut. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×