Erlent

Langir lúrar yfir daginn gætu verið merki um sykursýki 2

Anton Egilsson skrifar
Vísir/AFP
Japanskir vísindamenn við Háskólann í Tokýó segja í nýrri rannsókn að þeir sem leggi sig yfir daginn í eina klukkustund eða lengur séu í aukinni áhættu á að innbera sjúkdóminn sykursýki 2. Fundu þeir tengingu milli þessa eftir að hafa gert rannsóknir á yfir 300 þúsund einstaklingum.  BBC fjallaði um þessa víðamiklu rannsókn.

Í rannsókninni kemur fram að þeir sem leggi sig í eina klukkstund eða meira á daginn séu í 45% meiri hættu á að fá sykursýki 2 en þeir sem leggi sig ekki. Þá fannst engin tenging við þessa auknu hættu á þeim sem leggja sig skemur en 40 mínútur á dag.

Þá segja vísindamennirnir ennfremur að langir lúrar yfir daginn geti verið afleiðing af svefnröskunum á nóttunni, mögulega af völdum kæfisvefns. Geti þessar svefntruflanir aukið hættuna á hjartaáföllum, heilablóðfalli, hjartavandamálum og öðrum efnaskiptasjúkdómum. Þá leiði sviptingar á svefnhögum einnig til aukinnar matarlystar, sem eykur hættu á sykursýki 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×