Erlent

Coolio handtekinn með hlaðna byssu á flugvelli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Coolio á hátindi ferils síns.
Coolio á hátindi ferils síns. Vísir/Getty
Rapparinn Coolio hefur verið handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles eftir að hlaðinn byssa fannst í farangri hans við öryggisleit.

Ferðafélagi Coolio sagðist í fyrstu eiga töskuna sem byssan fannst í en við yfirheyrslur kom í ljós að Coolio sjálfur, var eigandi byssunnar, en hann var þegar búinn að fara í gegnum öryggisleit og kominn um borð í flugvél á flugvellinum.

Var Coolio þá handtekinn en hinum manninum sleppt. Coolio, sem heitir fullu nafni, Artis Leon Ivey jr. og er 53 ára gamall, sló helst í gegn með lagi sínu Gangsta's Paradise sem kom út árið 1995. Hann hefur þó lítið látið að sér kveða að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×