Miðar KKÍ á Eurobasket í Finnlandi gætu selst upp á næstu dögum | Þúsund fóru í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2016 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var mjög ánægður með það hvernig miðasalan á leiki íslenska landsliðsins á Eurobasket 2017 fór af stað í dag. Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Fyrir tveimur árum seldust eitt þúsund miðapakkar á lokakeppnina í Berlín á fyrsta degi og það sama gerðist í dag. „Þetta er algjörlega frábært enda eru hátt í þúsund miðar farnir hjá okkur í dag. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Hannes í viðtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á 365. „Til að vera öruggur með að fá miða þá þarf fólk bara að drífa sig inn á Tix.is og ná sér í miða. Þetta fór hratt af stað og hefur síðan gengið vel í dag. Við erum bjartsýn með það að ná að vera með hátt í tvö þúsund Íslendinga á öllum körfuboltaleikjum á Eurobasket," sagði Hannes. Það verður flautað til leiks í Helsinki 30. ágúst á næsta ári. Það þótti mörgum full mikil bjartsýni þegar Körfuknattleikssambandið talaði um möguleika á því að vera með hátt í þrjú þúsund Íslendinga á áhorfendapöllunum í Finnlandi „Við erum að horfa á það að þessir pakkamiðar okkar seljist upp á næstu dögum. Það er bara gleði og stemmning framundan. þetta sýnir bara hvað íslenskir áhorfendur og stuðningsmenn eru frábærir,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið í fótbolta leikur á móti Finnum 2. september í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere og næsta víst að þúsundir Íslendinga muni fjölmenna til Finnlands til að sjá íslensku landsliðið keppa í Finnlandi. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40 Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var mjög ánægður með það hvernig miðasalan á leiki íslenska landsliðsins á Eurobasket 2017 fór af stað í dag. Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Fyrir tveimur árum seldust eitt þúsund miðapakkar á lokakeppnina í Berlín á fyrsta degi og það sama gerðist í dag. „Þetta er algjörlega frábært enda eru hátt í þúsund miðar farnir hjá okkur í dag. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Hannes í viðtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á 365. „Til að vera öruggur með að fá miða þá þarf fólk bara að drífa sig inn á Tix.is og ná sér í miða. Þetta fór hratt af stað og hefur síðan gengið vel í dag. Við erum bjartsýn með það að ná að vera með hátt í tvö þúsund Íslendinga á öllum körfuboltaleikjum á Eurobasket," sagði Hannes. Það verður flautað til leiks í Helsinki 30. ágúst á næsta ári. Það þótti mörgum full mikil bjartsýni þegar Körfuknattleikssambandið talaði um möguleika á því að vera með hátt í þrjú þúsund Íslendinga á áhorfendapöllunum í Finnlandi „Við erum að horfa á það að þessir pakkamiðar okkar seljist upp á næstu dögum. Það er bara gleði og stemmning framundan. þetta sýnir bara hvað íslenskir áhorfendur og stuðningsmenn eru frábærir,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið í fótbolta leikur á móti Finnum 2. september í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere og næsta víst að þúsundir Íslendinga muni fjölmenna til Finnlands til að sjá íslensku landsliðið keppa í Finnlandi. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40 Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári. 7. október 2016 10:40
Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum