Viðskipti innlent

Íslenskt tónlistar app fær fimm stjörnu umsögn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úr Mussila: Musical Monster Adventure leiknum.
Úr Mussila: Musical Monster Adventure leiknum. Mynd/Rosamosi
Íslenska tónlistarsmáforritið Mussila: Musical Monster Adventure fékk á dögunum fimm stjörnur í gagnrýni BBC Music Magazine. Forritið hefur á síðustu mánuðum fengið fullt hús stiga í umfjöllun 25 bloggara og vefsíðna.

Mussila er tónlistar leikur fyrir börn úr smiðju Rosamosi. Margrét Júlíana Sigurðardóttir, tónlistarkona, og Hilmar Þór Birgisson, tölvuverkfræðingur, stofnuðu fyrirtækið í fyrra. Mussila: Musical Monster Adventure er þriðji leikurinn úr smiðju Rosamosi.

„Við erum núna fimm manna teymi að þróa þessa leiki. Í leiknum læra börn grunnatriði tónlistar, þau læra grunninn í nótnalestri, og eru að læra að skilja hvernig tónlistin virkar. Nálgunin er út frá hlustun. Þetta er eins og spurningaforrit að því leyti að það eru áskoranir um hvaða hljóðfæri er að spila og þú giskar á hvaða melódíu þú ert að heyra," segir Margrét.





Margrét Júlíana Sigurðardóttir. Mynd/Margrét Júlíana Sigurðardóttir
Leikurinn var gefinn út í sumar með það að markmiði að fá umsagnir. „Við markaðssetum þetta eiginlega ekki neitt og erum með innan við þúsund niðurhöl á forritunum. Þetta eru ekki háar tölur ennþá, en núna erum við að ræða við fjárfesta til að fá inn auka fjármagn til að geta markaðssett þetta af fullum krafti," segir Margrét. 

Leikirnir eru hins vegar að fara í vinsældarlista í flokkunum sínum í App Store. Margrét segir svo að grein á borð við þessa í BBC geti rúllað boltanum af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×