Nýja bókin um Harry Potter kemur út á íslensku í október Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már
Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira